Sérhæfing
Grjóthleðslur
Við höfum mikla reynslu af grjóthleðslum ýmiskonar og hafa grjóthleðslur verið stór hluti af okkar starfsemi undanfarin ár. Meðal verka má nefna kirkjugarðsveggi á Rauðasandi, hraunhleðslur við Lækjarskóla í Hafnarfirði, hraunleðslur við brýr á Reykjanesbraut, grágrýtisvegg á Kársnesbraut, hraunhleðslur og 6 metra há varða við Reykjanesvirkjun og margt fleira.
Möguleikar náttúrgrjóts eru nánast ótæmandi og meðal verka okkar í náttúrugrjóti eru meðal annars sex metra há varða úr hraungrýti, sjálfberandi rómverskir bogar og blágrýtisveggir í koníaksstofum.
Japanskir garðar
Lystigarðar hafa einnig sérhæft sig í gerð japanskra garða.
Hugmyndafræði japanskra garða er heillandi viðfangsefni og hafa starfsmenn Lystigarða gert sér ferð í tvígang til Japan til að kynna sér japanska garða og uppbyggingu þeirra og er hægt að útfæra skemmtilegar lausnir í samblandi við íslensk náttúrugrjót. Við höfum gert nokkra garða í japönskum stíl.
Trjáfellingar – trjáklippingar
Það er ekki sama hvernig stærri tré eru klippt og ef td. þarf að fjarlægja stóra grein þarf að gera það í áföngum. Með rangri klippingu á trjám styttist líftími þeirra.
Við höfum mikla reynslu í að fella stór tré og sér í lagi þar sem ekki er hægt að koma kranabíl að til hjálpar og pláss er lítið til að fella. Þá þarf að klifra upp í krónuna og fella tréð í mörgum hlutum með þar til gerðum útbúnaði.